Fjölmenning
Saturday, September 13, 2003
Menntun í menningarlegu fjölbýli
Uppræta þarf þjóðhverfan hugsunarhátt hjá kennurum, taka mið af margbreytileikanum, starfa með foreldrum o.fl. Hugmyndir um fjölmenningarlega kennslu byggja á því að menntakerfið komi til móts við þau vandamál sem fjallað var um. Brúa bilið á milli ólíkra menningarheima, taka tillit, virða mennignarlega uppruna, leggja rækt við hann, uppræta þjóðhverfan hugsunarhátt, og kynþáttafordóma, leggja áherslu á það sem sameinar hópan, minnka menningarlegan framandleika skólans.
Tvítyngi
Er færni í að skilja tala og síðar lesa og skrifa á tveimur tungumálum og búa í tveimur menningarheimum. Markmiðið með tvítyngiskennslu er að einstaklingur hafi á valdi sínu menningarlegar bjargir til að geta tilheyrt tveimur menningarheimum. Tvítyngi snýst þ.a.l. um fleira en tungumál. Tvítyngiskennsla snýst um að samþætta minnihluta á öllum sviðum skólastarfsins. Tvítyngi menningarlegar minnihluta er forsenda fjölmenningarlegs þjóðfélags
Menntakerfið og aðlögun
Menntakerfið getur stuðlað að mismunun barna sem tilheyra minnihlutahópi ef ekki er tekið tillit til þeirra forsenda. Færni í ríkjandi tungumáli er eina f forsendum aðlögunar. Niðurstöður rannsókna á sviði málvísinda sýna að móðurmálsnám geti haft afgerandi áhrif á vitsmunalegan og málfræðilegan þroska, því með merkingarkerfi móðurmálsins læra börn fyrst að skilgreina umhverfið. Þess vegna er mikilvægt fyrir síðara nám að börn nái að þroska móðurmálið sitt. Móðurmálið er nátengt sjálfmyndinni og hefur því táknrænt gildi fyrir einstaklinginn. Tungumálið gerir menninguna sérstæða og er sameiningartákn. Ennfremur er hætta á einangrun gagnvart upprunahópnum. Þá vantar bjargirnar. Móðurmálskennsla ætti að vera hluti af skyldunámi.
Samlögun/samþætting
Samlögunarstefna leggur áheslu á að rjúfa tengslin við menningarlegan bakgrunn og því getur hún haft slæmar afleiðngar fyrir minnihlutahópa. Á sömu forsendum benda rannsóknir til þess að samþætting sé æskilegasta stefnan til að ðlaga menningarlega minnihluta vegna þess öryggis sem felst í að viðhalda félagslegum og menningarlegum tengslum við upprunann. Og vera hluti af tveimur menningarkerfum. Bandarísk rannsókn á unglingum sýndi að þeir sem aðhyllast samþættingu hafa meira sjálfsálit en þeir sem aðhylltust samlögun. =Fjölmenningarleg stefna æskileg í aðlögun minnihutahópa. Rannsóknir benda til þess að einstaklingar vilji almennt halda í menningarlega uppruna sinn.
Sjálfsmynd og þjóðernisuppruni
Kenningar um félagslega sjálfsmynd (social identity) skýra hvaða þýðingu félagsleg landamæri hafa fyrir sjálsfmynd hópa og einstaklinga. Fólk samsamar sig þeim hópi sem það tilheyrir. Mismunandi er hvaða einkenni eru notuð til að draga landamæri milli fólks dæmi: þjóðerni, trúarbrögð, tungumál, kynþáttur og hörundslitur. Hugtakið þjóðernissjálfsmynd (ethnic identity) hefur verið notað og vísar til þess hvernig einstaklingurinn samasamar sig við þjóðernisuppruna sinn. Sumir halda því fram að þjóðernissjálfsmynd sé þungamiðjan í þróun sjálfsmyndar hjá meðlimum minnihlutahópa. Rannsóknir sýna að félagsleg staða þeirra sem tilheyra þjóernisminnilhluta ýti undir þörf þeirra fyrir trausta þjóðernissjálfsmynd. Ástæðan liggur í samfélagslegri stöðu þessara hópa. Helst í hendur við sjálfsálit og jafnvel námsárangur.
Aðlögun að framandi menningu:
Hugtakið aðlögun er oft notað til að lýsa því sem gerist þegar menningarheimar mætast. Leiðirnar til að mætasta eru 4.
1) Samlögun (assimilation) Þegar innflytjendur og aðrir þjóeðrnisminnihlutar segja skilið við upprunalega menningu sína og taka upp menningu og tungumál nýja landsins. Þeir breyta um siði og gildismat til að líkjast meirihlutanum. Þeir skilgreina þjóðerni sitt upp á nýtt (ethnic identity) og afmá sín upprunalegu menningareinkenni.
2) Samþætting (integration) Þjóðernisminnihlutar leitast við að tileinka sér ráðandi menningu en leggja um leið áherslu á að viðhalda eigin menningu og tungu. Einstaklingar þurfa þá að öðlast færni tveggja menningarheima og uppfylla þær kröfur sem tveir menningarheimar setja um hæfni í tjáskiptum á vitsmunalega sviðinu. Tvö ólík tungumál, sam,skiptareglur, þekking, gildismat, siði og smaskiptahætti. Samsama sig báðum menningarheimum.
3)Aðskilnaður (separation) Þegar minnilhlutahópar aðlagast ekki meirihlutanum, heldur leggja áherslu á að viðhalda eigin menningu. Engin aðlögun á sér í raun stað því hóparnir búa aðskildir og eru oft undirokaðir af meirihlutanum í flegalegum, efnahgslegum og pólitískum skilningi.
4)Einangrun (marginality) Einstaklingar úr þjóðernisminnihluta slitna úr tengslum við upprunalega menningu sína án þess að tengsjast annarri menningu.
Á Vesturlöndum hefur í stefnumörkun um málefni innflytjanda lengst aff byggt á þeirri hugmyundafræði að samlögun sér farsælasta leiðin. T.d. með því að kenna börnum strax nýja málið og stuðla að því að þau gleymi móðurmálinu. Börn hafa verið tekin frá foreldrum sínum og dreift í samfélagið til þess að þau tileinki sér fyrr hina nýju menningu. Hugmyndin að baki er að allir eigi að tileinka sér ríkjandi menningu.
Hugmyndir frá Bandaríkjunum: Bræðslupotturinn:The melting Pot þar sem á endanum stærri og smærri menningarhópar enda í bandarískri menningu. Í rauninni er þá minnihlutanum ætlað að taka upp menningu hvíta meirihlutans.
Í Samþættingu hefur samfélaginu verið líkt við salatskál - þar sem hinu fjölmörgu menningarhópar bráðni ekki saman í eina menningu heldur haldi sínum sérkennum um leið og þeir tileinki sér menningu meirihlutans. Í því liggur grundvallarmunur á samþættingu og samlögun.Stefnumótun sem byggir á samþættingu er oft kölluð fjölmennigarhyggja. Hún felur í sér ákveðna sýn á samfélagið og hverig bregðast á við nýjum aðstæðum. Til að tryggja einingu þarf að miða að samþættingu. Það dregur úr líkum á mismunun, einangrun, kynþáttahatur o.fl. Margir menningarhópar búa innan sama ríkis en eru sameinaðir í hefðbundinni menningu landsins, án þess að glata sérkennum sínum.
Aðlögun Íslendinga af erlendum uppruna og stefnumótun í málefnum þeirra.
Þetta er grein frá 1997 um niðurstöður rannsókna á þessu. Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála sá um.
Menntun: Íslenskukennsla er einn mikilvægasti þátturinn í aðlögun ungmenna af erlendum uppruna. Annars takmarkast möguleikar þeirra á að komast áfram í námi og þau eiga á hættu að einangrast félagslega. Sérstök kennsla þarf að koma til, því þessir nemendur hafa aðrar forsendur - þeir eru að læra nýtt tungumál. Bent hefur verið á að það skorti heildræna stefnu í sérstakri íslennsku kennslu.
Ennfremur er gagnrýnt hvers lítil árhersla er hér á að nemendur leggi rækt við móðurmálið sitt eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Þar er stefnan að gera þau að fullu tvítyngd - jafnfær á báðum málunum. Íslenska skólakerfið þarf að taka sig á með þessa þætti því ekki er raunhæft að ætla foreldrum og börnunum sjálfum það. Þarn er verið að brjóta mannréttindi barna. sbr. barnasáttmála sameinuðu þjóðana. Markmiðið er að auðvelda börnum að hverfa aftur til heimalandsins.
Mikilvægt er fyrir sjálfsmynd þessa barna að beitt sé fjölmenningarlegri kennslu í menntakerfinu sem felur m.a. í sér fræðslu um aðra menningarheima. Það fyrirbyggir líka kynþáttafordóma.
Í nokkrum grunnskólum hafa verið stofnaðar móttökudeildir. Tilgangur þeirra er að gera ungmenni betur í stakk búin til að takast á við skólann og félagslífið. Unnið er að stefnumörkun í þessum málaflokki (grunnskólamenntun-menntamálaráðuneytið).